Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur gefið út verklags-og leiðbeiningarreglur: R01 Verklags- og leiðbeiningarreglur og R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu.
Þær eru settar á grundvelli 4. gr. laga um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.
R01 og R02 tilgreina helstu leikreglur í faggildingarkerfinu og hvernig meðhöndla skuli faggildingarmerki og vísa til faggildingar.
Kröfur og leiðbeiningar sem fram koma í R01 og R02 hafa nú þegar tekið gildi og ber nú öllum faggiltum aðilum að fara eftir þeim. Faggiltum aðilum er þó gefinn tími til lok árs 2020 að aðlaga sig að kröfum um faggildingu sé þess þörf. Úttektir það sem eftir lifir árs verða þó gerðar með hliðsjón af þessum kröfum.
Rafrænir kynningarfundir á R01 og R02 verða haldnir miðvikudaginn 28.október og er hægt að velja á milli tveggja tímasetninga:
10:00-11:30
13:00-14:30
Kynningarnar verða haldnar MS Teams. Skráning fer fram með því að senda póst á isac@isac.is fyrir 26.október.