Faggildingarsvið Hugverkastofunnar vill vekja athygli á því að R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu hefur verið gefið út í útgáfu 3: https://faggilding.is/verklagsogleidbeiningarreglur/
Frestur til að aðlaga sig að nýjum kröfum er til 1. septembert 2022.
Breytingar í þessari útgáfu eru eftirfarandi:
Liðir 1.3. og 1.6 hafa verið uppfærðir þannig að nú er samræmismatsstofum skylt að vísa til faggildingar með faggildingarmerki eða texta á skýrslum og vottorðum sem innihalda faggiltar niðurstöður nema um annað sé samið í skriflegu samkomulagi milli samræmismatsstofu og viðskiptavini hennar.