Faggildingar á Íslandi: Opinn kynningarfundur 25. ágúst     

Menningar- og viðskiptaráðuneytið og faggildingarsvið Hugverkastofunnar í samvinnu við Samtök verslunar- og þjónustu og Samtök iðnaðarins bjóða til opins kynningarfundar um málefni faggildingar á Íslandi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10-12 á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Á fundinum mun Ulf Hammarström, forstjóri sænsku faggildingarstofunnar SWEDAC, fjalla um hlutverk faggildingar í Svíþjóð og hvernig faggilding nýtist þar í starfi sænskra stjórnvalda ásamt því að taka þátt í umræðum gesta.

Sjá nánar hér:  https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/08/19/Faggildingar-a-Islandi/

Leave a Reply