Sérfræðingur í faggildingu óskast

Faggildingarsvið Hugverkastofu leitar að öflugum einstaklingi, sem hefur áhuga og metnað til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum sem snúa að veitingu faggildingarþjónustu á Íslandi. Viðkomandi tekur þátt í stefnumótun og uppbyggingu faggildingarþjónustu sem og innleiðingu nýrra verkefna og vinnur náið með sviðsstjóra.

Í boði er spennandi starf í nútímalegu umhverfi hjá metnaðarfullri stofnun sem starfar í alþjóðlegu umhverfi.

Helstu viðfangsefni

 • Ráðgjöf og þjónusta á sviði faggildingar
 • Þróun og viðhald faggildingarkerfa
 • Umsjón og framkvæmd faggildingarúttekta
 • Rekstur og viðhald stjórnunarkerfis
 • Samskipti við innlenda og erlenda hagaðila og viðskiptavini
 • Þátttaka í erlendu samstarfi
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta stjórnanda

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, raunvísinda, tæknifræði eða náttúruvísinda eða önnur hliðstæð menntun.
 • Reynsla á sviði iðnaðar og framkvæmda er kostur
 • Þekking á starfsumhverfi samræmismatsstofa s.s. skoðunar- eða prófunarstofa er kostur
 • Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
 • Hæfni og áhugi á teymisvinnu og geta til að starf sjálfstætt
 • Þekking/reynsla af stjórnunarkerfum, gæðastjórnun eða sambærilegum kerfum er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Hlutverk faggildingar er að tryggja að starfsemi skoðunarstofa, prófunarstofa (rannsóknarstofa) og vottunarstofa uppfylli alþjóðakröfur um hæfi og hæfni með skilgreindu eftirliti sem byggir á alþjóðastöðlum og íslenskri og evrópskri löggjöf.

Faggildingarsvið Hugverkastofunnar (ISAC) er opinber faggildingaraðili á Íslandi og hefur með höndum allar tegundir faggildinga bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem aðilum er í sjálfsvald sett að faggilda starfsemi sína.  Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu faggildingarsviðs http://www.faggilding.is

Laun taka mið af kjarasamningi Fjármálaráðherra við viðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir:

Upplýsingar um starfið veitir Elías M. Erlendsson sviðsstjóri faggildingarsviðs í tölvupósti elias.m.erlendsson@faggilding.is eða í síma 580 9400.

Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars nk.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).

Leave a Reply