ISAC Faggildingarsvið Hugverkastofunnar í nýtt húsnæði að Katrínartúni 4

ISAC Faggildingarsvið Hugverkastofunnar er flutt í nýtt húsnæði að Katrínartúni 4, 3. hæð. Í Katrínartúninu verður öll starfsemi Hugverkastofunnar og faggildingarsviðs á einni hæð í opnu, nútímalegu og björtu rými og þar er góð aðstaða fyrir starfsmenn og til að taka á móti gestum og viðskiptavinum. Engar breytingar verða á þjónustu stofnunarinnar við flutningana. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi flutningana megið þið endilega senda okkur fyrirspurnir á faggilding@faggilding.is eða hafa samband við okkur í síma 580 9400

Leave a Reply