Af hverju að vera faggilt?

Þegar neytendur og fyrirtæki standa andspænis sífellt flóknari og öflugri markaði vex þörfin fyrir óháða tryggingu. Neytendur krefjast þess að geta treyst gæðum þeirra vara sem þeir nota, því umhverfi sem þeir lifa í, byggingarefnum, áreiðanleika heilbrigðisþjónustunnar o.s.frv. Einnig er mikilvægt fyrir fyrirtæki og eftirlitsaðila að bera traust til áreiðanleika og gæða þeirrar þjónustu sem rannsóknarstofur, skoðunaraðilar og vottunaraðilar veita.

Það er sjálfstæði og hlutleysi faggildingar sem tryggir þetta traust.