R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu uppfært

Faggildingarsvið Hugverkastofunnar vill vekja athygli á því að R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu hefur verið gefið út í útgáfu 3: https://faggilding.is/verklagsogleidbeiningarreglur/

Frestur til að aðlaga sig að nýjum kröfum er til 1. septembert 2022.

Breytingar í þessari útgáfu eru eftirfarandi:

Liðir 1.3. og 1.6 hafa verið uppfærðir þannig að nú er samræmismatsstofum skylt að vísa til faggildingar með faggildingarmerki eða texta á skýrslum og vottorðum sem innihalda faggiltar niðurstöður nema um annað sé samið í skriflegu samkomulagi milli samræmismatsstofu og viðskiptavini hennar.

Ný útgáfa af R02

Faggildingarsvið Hugverkastofunnar vill vekja athygli á því að R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu hefur verið gefið út í útgáfu 2: https://faggilding.is/verklagsogleidbeiningarreglur/

Viðbætur eru merktar með gulum lit en strikað er yfir texta sem hefur verið eytt úr skjalinu.

Frestir til að aðlaga sig að nýjum kröfum eru eftirfarandi:

Eigi síðar en 1. mars 2022: Fyrir rafræna miðla og skjöl

Eigi síðar en 1. september 2022: Forprentuð skjöl sem nú þegar hafa verið prentuð

Notkun á eldri útgáfum af faggildingarmerkinu verður óheimil eftir 1.september 2022

F01 Tilkynning um breytingar

Ný útgáfa af eyðublaði F01 Tilkynning um breytingar hefur verið gefin út.

Breytingar frá fyrri útgáfu eru þær að viðauka fyrir skoðunarstofur ökutækja þegar nýtt útibú er opnað eða þegar starfsemi útibús er flutt hefur verið bætt við.

Breytingar eru merktar með gulum lit í skjalinu.

Eyðublaðið má finna hér.

Verklags- og leiðbeiningarreglur

Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur gefið út verklags-og leiðbeiningarreglur: R01 Verklags- og leiðbeiningarreglur og R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu.

Þær eru settar á grundvelli 4. gr. laga um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.

R01 og R02 tilgreina helstu leikreglur í faggildingarkerfinu og hvernig meðhöndla skuli faggildingarmerki og vísa til faggildingar.

Kröfur og leiðbeiningar sem fram koma í R01 og R02 hafa nú þegar tekið gildi og ber nú öllum faggiltum aðilum að fara eftir þeim. Faggiltum aðilum er þó gefinn tími til lok árs 2020 að aðlaga sig að kröfum um faggildingu sé þess þörf. Úttektir það sem eftir lifir árs verða þó gerðar með hliðsjón af þessum kröfum.

Rafrænir kynningarfundir á R01 og R02 verða haldnir miðvikudaginn 28.október og er hægt að velja á milli tveggja tímasetninga:

10:00-11:30

13:00-14:30

Kynningarnar verða haldnar MS Teams. Skráning fer fram með því að senda póst á isac@isac.is fyrir 26.október.

Aðlögunartími fyrir ISO/IEC 17025 hefur verið lengdur

ILAC hefur ákveðið að aðlögunartími fyrir ISO/IEC 17025:2017 hafi verið framlengdur frá 30.nóvember 2020 til 1. júní 2021.

Lengri aðlögunartími er veittur til þess að faggiltir aðilar geti betur uppfyllt þær breytingar sem gerðar voru á staðlinum í ljósi erfiðari aðstæðna vegna Covid-19.

Frétt ILAC um málið má finna hér.

Ný heimasíða

Ný heimasíða Faggildingarsviðs Hugverkastofunnar hefur verið tekin í notkun. Hér má finna helstu upplýsingar um faggildingu ásamt verklags-og leiðbeiningarreglum fyrir faggilta aðila. Jafnframt er hér birtur listi yfir aðila sem faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur faggilt.