Fréttir

R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu

Verið er að vinna í að uppfæra skjalið R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu. Faggiltir aðilar mega eiga von á því að fá uppfært faggildingarmerki sent innan tíðar.

F01 Tilkynning um breytingar

Ný útgáfa af eyðublaði F01 Tilkynning um breytingar hefur verið gefin út. Breytingar frá fyrri útgáfu eru þær að viðauka fyrir skoðunarstofur ökutækja þegar nýtt útibú er opnað eða þegar starfsemi útibús er flutt hefur verið bætt við. Breytingar eru merktar með gulum lit í skjalinu. Eyðublaðið má finna hér.

Fjarúttektir

ISAC hefur gefið út leiðbeiningar fyrir samræmismatsstofur þegar ISAC notast við rafrænar lausnir í úttektum: D13 Fjarúttektir. Skjalið má finna hér

Verklags- og leiðbeiningarreglur

Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur gefið út verklags-og leiðbeiningarreglur: R01 Verklags- og leiðbeiningarreglur og R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu. Þær eru settar á grundvelli 4. gr. laga um faggildingu o.fl., nr. 24/2006. R01 og R02 tilgreina helstu leikreglur í faggildingarkerfinu og hvernig meðhöndla skuli faggildingarmerki og vísa til faggildingar. Kröfur og leiðbeiningar sem fram koma í…

Aðlögunartími fyrir ISO/IEC 17025 hefur verið lengdur

ILAC hefur ákveðið að aðlögunartími fyrir ISO/IEC 17025:2017 hafi verið framlengdur frá 30.nóvember 2020 til 1. júní 2021. Lengri aðlögunartími er veittur til þess að faggiltir aðilar geti betur uppfyllt þær breytingar sem gerðar voru á staðlinum í ljósi erfiðari aðstæðna vegna Covid-19. Frétt ILAC um málið má finna hér.

Ný heimasíða

Ný heimasíða Faggildingarsviðs Hugverkastofunnar hefur verið tekin í notkun. Hér má finna helstu upplýsingar um faggildingu ásamt verklags-og leiðbeiningarreglum fyrir faggilta aðila. Jafnframt er hér birtur listi yfir aðila sem faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur faggilt.