Ný útgáfa af R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingi
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar vill vekja athygli á því að R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu hefur verið gefið út í útgáfu 4: https://faggilding.is/verklagsogleidbeiningarreglur/ Helstu breytingar eru:
Sérfræðingur í faggildingu óskast
Faggildingarsvið Hugverkastofu leitar að öflugum einstaklingi, sem hefur áhuga og metnað til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum sem snúa að veitingu faggildingarþjónustu á Íslandi. Viðkomandi tekur þátt í stefnumótun og uppbyggingu faggildingarþjónustu sem og innleiðingu nýrra verkefna og vinnur náið með sviðsstjóra. Í boði er spennandi starf í nútímalegu umhverfi hjá metnaðarfullri stofnun sem…
Samstarf milli faggildingarsviðs Hugverkastofunnar og SWEDAC undirritað
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Ulf Hammarström, forstjóri sænsku faggildingarstofunnar SWEDAC, undirrituðu í dag endurnýjað og uppfært samkomulag um samstarf á vettvangi faggildingar. Samkomulagið styður við sameiginlega sýn Norðurlandanna á vegum norrænum ráðherranefndarinnar um að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Faggilding gegnir í því sambandi lykilatriði við að…
Faggildingar á Íslandi: Opinn kynningarfundur 25. ágúst
Menningar- og viðskiptaráðuneytið og faggildingarsvið Hugverkastofunnar í samvinnu við Samtök verslunar- og þjónustu og Samtök iðnaðarins bjóða til opins kynningarfundar um málefni faggildingar á Íslandi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10-12 á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Á fundinum mun Ulf Hammarström, forstjóri sænsku faggildingarstofunnar SWEDAC, fjalla um hlutverk faggildingar…
R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu uppfært
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar vill vekja athygli á því að R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu hefur verið gefið út í útgáfu 3: https://faggilding.is/verklagsogleidbeiningarreglur/ Frestur til að aðlaga sig að nýjum kröfum er til 1. septembert 2022. Breytingar í þessari útgáfu eru eftirfarandi: Liðir 1.3. og 1.6 hafa verið uppfærðir þannig að nú er samræmismatsstofum skylt að vísa…
Ný útgáfa af R01 verklags- og leiðbeiningarreglum ISAC
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar vill vekja athygli á því að R01 verklags- og leiðbeiningarreglur hafa verið gefnar út í útgáfu 2: https://faggilding.is/verklagsogleidbeiningarreglur/ Efnislegar breytingar frá síðustu útgáfu eru taldar upp neðst í skjalinu.
Ný útgáfa af R02
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar vill vekja athygli á því að R02 faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu hefur verið gefið út í útgáfu 2: https://faggilding.is/verklagsogleidbeiningarreglur/ Viðbætur eru merktar með gulum lit en strikað er yfir texta sem hefur verið eytt úr skjalinu. Frestir til að aðlaga sig að nýjum kröfum eru eftirfarandi: Eigi síðar en 1. mars 2022:…
R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu
Verið er að vinna í að uppfæra skjalið R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu. Faggiltir aðilar mega eiga von á því að fá uppfært faggildingarmerki sent innan tíðar.
F01 Tilkynning um breytingar
Ný útgáfa af eyðublaði F01 Tilkynning um breytingar hefur verið gefin út. Breytingar frá fyrri útgáfu eru þær að viðauka fyrir skoðunarstofur ökutækja þegar nýtt útibú er opnað eða þegar starfsemi útibús er flutt hefur verið bætt við. Breytingar eru merktar með gulum lit í skjalinu. Eyðublaðið má finna hér.
Fjarúttektir
ISAC hefur gefið út leiðbeiningar fyrir samræmismatsstofur þegar ISAC notast við rafrænar lausnir í úttektum: D13 Fjarúttektir. Skjalið má finna hér
Verklags- og leiðbeiningarreglur
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur gefið út verklags-og leiðbeiningarreglur: R01 Verklags- og leiðbeiningarreglur og R02 Faggildingarmerki og tilvísanir í faggildingu. Þær eru settar á grundvelli 4. gr. laga um faggildingu o.fl., nr. 24/2006. R01 og R02 tilgreina helstu leikreglur í faggildingarkerfinu og hvernig meðhöndla skuli faggildingarmerki og vísa til faggildingar. Kröfur og leiðbeiningar sem fram koma í…
Aðlögunartími fyrir ISO/IEC 17025 hefur verið lengdur
ILAC hefur ákveðið að aðlögunartími fyrir ISO/IEC 17025:2017 hafi verið framlengdur frá 30.nóvember 2020 til 1. júní 2021. Lengri aðlögunartími er veittur til þess að faggiltir aðilar geti betur uppfyllt þær breytingar sem gerðar voru á staðlinum í ljósi erfiðari aðstæðna vegna Covid-19. Frétt ILAC um málið má finna hér.
Ný útgáfa ILAC P15
ILAC P15:05/2020 Application of ISO/IEC 17020:2012 for the Accreditation of Inspection Bodies hefur verið gefið út og má finna á https://ilac.org/publications-and-resources/ilac-policy-series/ Aðlögunartími er 18 mánuðir frá birtingu ILAC P15:05/2020 á heimasíðu ILAC (þ.e. nóvember 2021). Frétt ILAC um málið má finna hér.
Ný heimasíða
Ný heimasíða Faggildingarsviðs Hugverkastofunnar hefur verið tekin í notkun. Hér má finna helstu upplýsingar um faggildingu ásamt verklags-og leiðbeiningarreglum fyrir faggilta aðila. Jafnframt er hér birtur listi yfir aðila sem faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur faggilt.