Hefurðu áhuga á að vinna sem sérfræðingur eða matsmaður?

Óháðir tæknilegir sérfræðingar/matsmenn eru mikilvægur hluti af úttektum faggildingarsviðs. Þeir veita nauðsynlega sérfræðiþekkingu sem þarf til að meta tæknilega hæfni faggiltra aðila. Þetta felur í sér mat á starfsemi, tækjum og hæfni starfsfólks.

Tæknilegir sérfræðingar/matsmenn þurfa að vera óháðir þeirri starfsemi sem tekin er út.

Gerður er verktakasamningur við tæknilega sérfræðinga/matsmenn fyrir hvert verkefni.

Ef þú hefur sérfræðiþekkingu á einu eða fleiri af eftirfarandi sviðum og hefur áhuga á að vinna með okkur endilega sendu póst á faggilding@faggilding.is

Leikvellir

Lyftur

Raforkuvirki

Skip

Byggingariðnaður

Ökutæki

Stjórnunarkerfi

Lögmælifræði

Lífræn framleiðsla

Ósjálfvirkur vogarbúnaður