Staðlar

Faggildingaráætlun fjallar um faggildingu á tilteknu fagsviði. Faggilding er mat á hæfni til að vinna tiltekin verk og það sem skilgreinir faggildingaráætlun er staðallinn sem hæfnismatið miðast við ásamt sérkröfum fyrir fagsviðið sem um ræðir. Sérkröfur á tilteknu fagsviði koma fram í lögum, reglugerðum, stöðlum og öðrum kröfuskjölum.

Staðlar sem fjalla um samræmismat eru:

ÍST EN ISO/IEC 17020:2012 Samræmismat – Almenn viðmið um rekstur ýmiss konar stofnana sem annast skoðanir

ÍST EN ISO/IEC 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa – Hluti 1: Kröfur

ÍST EN ISO/IEC 17024:2012 Samræmismat – Almennar kröfur til stofnana sem annast vottun fagfólks

ÍST EN ISO/IEC 17025:2017 Almennar kröfur varðandi hæfni prófunar- og kvörðunarstofa

ÍST EN ISO/IEC 17065:2012 Samræmismat – Kröfur til aðila sem votta vörur, ferli og þjónustu

ÍST EN ISO 15189:2012 Lækningarannsóknastofur – Kröfur um gæði og hæfni

ISAC/Faggildingarsvið Hugverkastofunnar starfar eftir staðlinum ÍST EN ISO/IEC 17011:2017 Samræmismat – Almennar kröfur vegna faggildingarstofa sem faggilda samræmismatsstofur.