Þjónusta

Faggildingarsvið Hugverkastofunnar býður upp á formlega viðurkenningu á hæfni samræmismatsstofu fyrir ákveðna starfsemi s.s. skoðun í samræmi við alþjóðlega staðla. Til að uppfylla staðlana þarf samræmismatsstofan að sýna fram á hæfni, óhæði og heiðarleika.

Hér fyrir neðan má finna lista yfir þá ISO staðla sem faggildingarsvið býður upp á faggildingu fyrir

Skoðun ISO 17020:2012

Leikvellir

Lyftur (tilkynntur aðili/notified body tilskipun 2014/33/EU)

Raforkuvirki

Skip

Skoðunarstofur í byggingariðnaði

Ökutæki





Vottun stjórnkerfa ISO 17021-1:2015

Stjórnunarkerfi



Prófun ISO 17025:2017

Lögmælifræði


Vottun á vöru,ferli og þjónustu ISO 17065:2012

Lífræn framleiðsla

Ósjálfvirkur vogarbúnaður

Nánari upplýsingar um þá þjónustu sem boðið er upp á og möguleika á nýrri þjónustu má fá með því að hafa samband við starfsfólk faggildingarsviðs.