Almennt um ISAC

Faggilding hefur verið starfrækt á Íslandi frá árinu 1992.
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar (ISAC) er hinn opinberi faggildingaraðili á Íslandi og hefur með höndum allar tegundir faggildinga bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem fólki er í sjálfsvald sett að faggilda starfsemi sína.
Lagalegur grundvöllur faggildingar er lög nr. 24 frá 2006 um faggildingu og reglugerð nr. 566 frá 2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl., sem innleiðir EU 765/2008.
Starfsemi faggildingar heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Faggildingarsviðið er fjármagnað með fjárlögum ásamt tekjum af faggildingarstarfsemi.
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar veitir faggildingu fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur og er ábyrgt fyrir viðhaldi, aukningu á umfangi, minnkun á umfangi, tímabundinni niðurfellingu og afturköllun faggildingar í samræmi við viðeigandi staðla, lög og reglugerðir.
Faggildingarsvið annast einnig mat á góðum starfsvenjum við rannsóknir (GLP).