Innlent samstarf

Faggiltar samræmismatsstofur meta samræmi við fyrirfram ákveðnar kröfur. Þessar kröfur eru í mörgum tilfellum settar fram af stjórnvöldum í formi laga og reglugerða. Eitt af hlutverkum faggildingarsviðs er að hafa samstarf og samskipti við stjórnvöld og stofnanir til að samræma skilning og túlkun á kröfum sem samræmi er metið eftir.

Ásamt því að vera í samskiptum við sjálfar samræmismatsstofurnar, er það hlutverk faggildingarsviðs að hvetja til samskipta við þá sem teljast hagsmunaðilar faggiltrar starfsemi. Hagsmunaaðilar geta verið stjórnvaldið sem setur reglurnar, faggilti aðilinn, sá sem nýtur þjónustu faggilts aðila eða samtök og/eða félög sem eiga einhverja hagmuna að gæta varðandi faggilta starfsemi.